Fjórir settir í embætti akólýta

Birt 05.11.19 í Fréttir og tilkynningar

Fjórir settir í embætti akólýta

í sunnudagsmessu, þann 27. október sl.

(English below)

Rodrigo Tolo Jumapao, Jóhannes Tryggvi Halldórsson, Bjarni Jón Halldórsson og Ólafur Kristinsson voru formlega settir í embætti akólýta, í sunnudagsmessu í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti þann 27. október sl.

Hlutverk akólýta er að aðstoða prestinn í messunni og við aðrar kirkjulegar athafnir. Hann getur hjálpað við útdeilingu altarissakramentisins ef þörf krefur og afhjúpað hið alhelga altaris­sakramenti fyrir tilbeiðslu.

Mr. Rodrigo Tolo Jumapao, Mr. JóhannesTryggvi Halldórsson, Mr. Bjarni Jón Halldórsson and Mr. Ólafur Kristinsson were formally appointed as acolytes, in the Sunday Mass at the Cathedral of Christ the King in Landakot on October 27.

The role of the acolytes is to assist the pastor in the Mass and other ecclesiastical ceremonies. He can assist in distributing the Eucharist if necessary and unveiling the sacred Eucharist for worship.

Frá vinstri til hægri: Rodrigo Tolo Jumapao, Jóhannes Tryggvi Halldórsson, David B. Tencer OFMCap biskup, Bjarni Jón Halldórsson, sr. Patrick Breen og Ólafur Kristinsson