Bréf frá biskupa- sýnódunni til unga fólksins

Birt 08.11.18 í Fréttir og tilkynningar

Bréf frá biskupa- sýnódunni til unga fólksins

Dagana 3.–28. október 2018 var haldin biskupasýnóda í Róm um trú, greiningu og köllun ungs fólks

(English below)

Við biskuparnir á sýnódunni snúum okkur til ykkar, unga fólksins í heiminum, með orðum vonar, trausts og huggunar. Á þessum dögum komum við saman til að heyra rödd Jesú, „Krists sem er ungur að eilífu“, og til að sjá í honum margvíslegar raddir ykkar, fagnaðarhróp, grát ykkar og þagnarstundir.

Við skiljum innri leit ykkar, gleði og vonir, þann sársauka og angist sem fylgir þrám ykkar. Leyfið okkur að beina nokkrum orðum til ykkar: Við viljum taka þátt í gleði ykkar svo að vonir ykkar megi öðlast líf. Við erum vissir um að með lífskrafti ykkar verðið þið reiðubúin til starfa, svo að draumar ykkar megi rætast í lífi ykkar og sögu mannkyns.

Vonandi verður veikleiki okkar ykkur ekki til hindrunar; brestir okkar og syndir ættu ekki að veikja traust ykkar. Kirkjan er móðir ykkar; hún snýr ekki baki við ykkur; Hún er reiðubúin að fylgja ykkur á nýjum brautum, á æðri vegum þar sem vindar andans blása af meira afli – og feykja burt móðu afskiptaleysis, yfirborðsmennsku og vanmáttar.

Þegar heimurinn – sem Guð elskaði svo mjög að hann gaf okkur Jesú, sinn eina son – einbeitir sér að efnislegum hlutum, að skammtímaárangri og skemmtunum, og þegar heimurinn kremur þá sem eru veikburða, ættuð þið að hjálpa honum að rísa upp aftur og snúa augliti sínu enn einu sinni að ást, fegurð, sannleika og réttlæti.

Í einn mánuð höfum við gengið saman með sumum ykkar og með mörgum öðrum sem hafa sameinast okkur í bæn og kærleika. Við viljum halda þeirri vegferð áfram, og nú í öllum þeim heimshlutum þangað sem Drottinn Jesús sendir okkur til að boða trúna.

Kirkjan og heimurinn þurfa sannarlega á kröftum ykkar að halda. Sjáið til þess að þeir sem eru viðkvæmastir, hinir fátæku og þeir sem hafa orðið undir í lífinu, verði ferðafélagar ykkar.

Þið eruð nútíðin; Verið ljós framtíðarinnar.

Biskupar ykkar frá sýnódunni

---------

Letter from the Synod Fathers to Young People

 

We the Synod Fathers now address you, young people of the world, with a word of hope, trust and consolation. In these days, we have gathered together to hear the voice of Jesus, “the eternally young Christ”, and to recognize in Him your many voices, your shouts of exultation, your cries, and your moments of silence.

We are familiar with your inner searching, the joys and hopes, the pain and anguish that make up your longings. Now we want you to hear a word from us: we wish to be sharers in your joy, so that your expectations may come to life. We are certain that with your enthusiasm for life, you will be ready to get involved so that your dreams may be realized and take shape in your history.

Our weaknesses should not deter you; our frailties and sins must not be an obstacle for your trust. The Church is your mother; she does not abandon you; she is ready to accompany you on new roads, on higher paths where the winds of the Spirit blow stronger – sweeping away the mists of indifference, superficiality and discouragement.

When the world that God so loved, that he gave us his only Son, Jesus, is focused on material things, on short-term successes, on pleasures, and when the world crushes the weakest, you must help it to rise up again and to turn its gaze towards love, beauty, truth and justice once more.

For a month, we have walked together with some of you and with many others who have been united to us through prayer and affection. We wish to continue the journey now in every part of the earth where the Lord Jesus sends us as missionary disciples.

The Church and the world urgently need your enthusiasm. Be sure to make the most fragile people, the poor and those wounded by life your traveling companions.

You are the present; be a brighter future.

------------------------

Brief der Synodenväter an die Jugendlichen

An Euch, die jungen Menschen der Welt, wenden wir Synodenväter uns mit einem Wort der Hoffnung, des Vertrauens und des Trostes. In diesen Tagen haben wir uns versammelt, um auf die Stimme Jesu, „des ewig jungen Christus“, zu hören und in Ihm Eure vielen Stimmen, Eure Freudenrufe, Eure Klagen und Eure Stille zu erkennen. Wir wissen von Eurem inneren Suchen, von den Freuden und Hoffnungen, vom Leiden und Ängsten, die Eure Unruhe ausmachen. Wir möchten, dass Ihr jetzt ein Wort von uns hört: Wir wollen Mitarbeiter Eurer Freude sein, damit Eure Erwartungen sich in Ideale verwandeln. Wir sind sicher, dass Ihr bereit sein werdet, Euch mit Eurer Freude am Leben dafür einzusetzen, damit Eure Träume Gestalt annehmen in Eurem Leben und der Geschichte der Menschheit. Möge unsere Schwachheit Euch nicht entmutigen, und mögen unsere Schwächen und Sünden kein Hindernis für Euer Vertrauen sein. Die Kirche ist Euch eine Mutter, sie lässt euch nicht im Stich, sie ist bereit, Euch auf neuen Wegen zu begleiten, auf den Wegen der Höhe, wo der Wind des Geistes stärker weht und den Nebel der Gleichgültigkeit, Oberflächlichkeit und Entmutigung wegfegt. Wenn die Welt, die Gott so sehr geliebt hat, dass er ihm seinen Sohn Jesus geschenkt hat, auf die Dinge, auf den unmittelbaren Erfolg, auf das Vergnügen gerichtet ist und die Schwächsten zerschmettert, helft Ihr dieser Welt, aufzustehen und ihren Blick auf Liebe, Schönheit, Wahrheit und Gerechtigkeit zu richten. Einen Monat waren wir zusammen unterwegs, mit einigen von Euch und vielen anderen, die mit Gebet und Zuneigung mit uns verbunden waren. Wir wollen nun unseren Weg überall dorthin in die Welt fortsetzen, wohin uns der Herr Jesus als missionarische Jünger sendet. Die Kirche und die Welt brauchen dringend Euren Enthusiasmus. Werdet zu Begleitern der Schwächsten, der Armen, der vom Leben Verwundeten. Ihr seid die Gegenwart, werdet die strahlende Zukunft.