Biskupinn Anders Arborelius OCD skipaður kardínáli.

Birt 30.05.17 í Fréttir og tilkynningar

Biskupinn Anders Arborelius OCD skipaður kardínáli.

Róm/Kaupmannahöfn 21. maí 2017

Í lok hádegisbænar sinnar á Péturstorginu upplýsti Frans páfi um útnefningu fimm nýrra kardínála. Meðal þeirra er Anders Arborelius OCD, Stokkhólmsbiskup.

Það er fyrsta tilnefning sænsks kardínála í sögu Norðurlandanna.

Hinir kardínálarnir eru: Jean Zerbo, erkibiskup í Bamako, Malí; Juan José Omella, erkibiskup í Barcelona, ​​Spáni; Luis Marie-Ling Mangkhanekhoun, nafnbiskup í Aquae Novae í Proconsulari, postullegur víkar í Pakse, Laos; Gregorio Rosa Chávez, nafnbiskup af Mulli, vígslubiskup í erkibiskupsdæminu San Salvador, El Salvador.

Opinber embættistaka fer fram 28. júní og daginn eftir, á stórhátíð postulanna Péturs og Páls, mun hinn heilagi faðir lesa messu með hinum nýju félögum í samfélagi kardínálanna.