Biskup kallar ungt fólk til starfa

Birt 23.01.17 í Fréttir og tilkynningar

Biskup kallar ungt fólk til starfa

í kirkjunni á Íslandi!

Í ávarpi sem Davíð Tencer biskup flutti í ferð sinni til Varsjár í Póllandi fyrir stuttu, kallar hann ungt fólk, karla sem konur til starfa sem prestar, munkar eða nunnur í Reykjavíkurbiskupsdæmi.

Ákall biskups hefur þegar borið góðan árangur, fleiri en 20 þúsund manns hafa aflað sér upplýsinga og fleiri en 10 manns hafa lýst yfir áhuga á að svara kallinu.

En að sjálfsögðu beinast orð Davíðs biskup ekki síst til ungra kaþólskra karla og kvenna sem búa hér á Íslandi. Þess vegna hvetur hann alla sem hafa áhuga að hafa samband við sig fyrir 25. mars 2017 í tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 552 5388.

Ávarp Davíðs biskups - flutt á pólsku