Bartólómeus patríarki

Birt 26.10.17 í Fréttir og tilkynningar

Bartólómeus patríarki

Grísk-orþódoxu kirkjunnar var nýlega staddur á Íslandi.

Megintilgangur ferðar hans var að ávarpa ráðstefnuna Arctic Circle. Hann hefur látið sér umhverfismál varða og verið nefndur „græni patríarkinn“. Bartólómeus hefur verið patríarki síðan 1991. Hann er vinsæll og virtur og hefur beitt sér fyrir samtali milli ólíkra trúarbragða.

Hann hitti einnig prestana í Landakoti og hélt síðan til Skálholts þar sem hann gróðursetti tré ásamt Davíð biskupi og Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands.