Bæn fyrir biskupsdæmi okkar

Birt 01.10.18 í Fréttir og tilkynningar

Bæn fyrir biskupsdæmi okkar

 í tilefni af 50 ára afmæli þess

Útbúið hefur verið sérstakt bænaspjald. Á annarri hlið þess er mynd af Reykhóla-Maríu, styttunni í Dómkirkju Krists konungs og á hinni er bæn fyrir biskupsdæminu. Spjaldið mun liggja frammi í öllum kirkjum landsins, þar sem allir geta tekið það. Við byrjum að biðja þessa bæn saman í messu á hverjum degi frá 1. október til 3. nóvember nk.

 

 

Bæn fyrir biskupsdæmi okkar í tilefni af 50 ára afmæli þess

Alheilaga þrenning, Faðir, Sonur og

Heilagur Andi! Með trausti og trú

sameinumst vér í bæn. Vér viljum fela

Reykjavíkurbiskupsdæmi vort umsjón

þinni og vernd. Vér áköllum þig, megi hin

miskunnsama náð þín hjálpa oss að sýna

lifandi trú í daglegum orðum vorum og

athöfnum. Þess biðjum vér í trausti á náð

þína og máttuga árnaðarbæn

Maríu meyjar, heilags Þorláks og allra

dýrlinga. Fyrir Krist Drottin vorn. Amen

 

Imprimatur 29. júlí 2018

+Davíð B. Tencer, OFMCap.,

Reykjavíkurbiskup