32. Heimsæsku lýðsdagurinn á Íslandi, 8.-9. apríl 2017

Birt 28.02.17 í Fréttir og tilkynningar

32. Heimsæsku lýðsdagurinn á Íslandi, 8.-9. apríl 2017

„Mikla hluti hefur Hinn voldugi við mig gjört, og heilagt er nafn hans“ (Lúk 1:49)

Þessi orð munu leiða okkur á þessum dögum. Með leikjum, fundum og samræðum munum við skyggnast dýpra inn í sálarlíf Maríu og Elísabetar, og uppgötva þannig þá miklu hluti sem Guð gerir við okkur.

Fundurinn er hluti af fermingarundirbúningi ársins, og því gerum við ráð fyrir að öll þau ungmenni, sem taka á móti þessu sakramenti á árinu, muni heiðra okkur með nærveru sinni, sérstaklega af því að María var nánast á þeirra aldri, þegar hún sagði þessi orð! En við munum líka fagna þeim mjög vel sem hafa tekið á móti þessu sakramenti fullorðinsáranna í fyrra eða áður.

Á síðasta ári voru þátttakendur 75, fyrir tveimur árum kringum 50. Unga fólkið var mjög skapandi þá, með leiklist, teikningum eða „skúlptúr“ og þau gerðu miskunnarverkunum góð skil og árið áður klausturlífinu. Það verður spennandi að sjá hvað þau munu taka fyrir nú.

Laugardaginn 8. apríl byrjum við um kl. 14:00 í Landakotsskóla við hlið Dómkirkju Krists konungs. Fyrst fer fram skráning og niðurröðun í herbergi. Allir þurfa að koma með svefnpoka og dýnu eða mottu eins og notuð er í útilegu. Við bjóðum öllum að sofa þar um nóttina, líka þeim sem búa í Reykjavík og nágrenni. Eftir skráninguna munum við fara í annan skóla. Eftir kvöldmat munum við undirbúa messuna fyrir pálmasunnudag. Þá verður bænastund og sennilega líka einhver tónlist. Matur verður borinn fram svo þátttakendur þurfa ekki að hafa með sér neinn mat. Nánari dagskrá verður send prestum og þeim sem annast trúfræðsluna.

Sunnudaginn 9. apríl munum við taka þátt í aðalmessunni í Dómkirkju Krists konungs, og við bjóðum öllu æskufólki að slást í hópinn. Frans páfi mun þann dag hitta æskufólk frá Róm og nágrenni á Péturstorginu. Líkt og í mörgum biskupsdæmum munum við einnig hitta biskupinn okkar. Eftir messuna borðum við saman. Síðan verður tekin sameiginleg ljósmynd og þar með lýkur opinberum hluta þessa viðburðar.

Kostnaðurinn er 1500 krónur á mann, og biskupsdæmið mun greiða það sem upp á vantar. Ef einhvern langar til að gerast sjálfboðaliði eða aðstoða fjárhagslega, vinsamlega hafið samband við einn af þessum prestum: séra Piotr (s. 659 1330), séra Juan Carlos (s. 696 6366) eða séra Mikolaj (s. 618 5550).